«

»

Jun 21

Stöðin og reikniformúlan

Þessa dagana eru breytingar hjá Skeljungi. Matsala Select heitir núna “Stöðin”, enda má sjá starfsmenn á Select stöðvum í bolum merktum “Stöðin”.
En mest afgerandi dæmið er þegar Select losaði sig við Skalla í ártúnsbrekku, og kom “Stöðinni” fyrir í staðinn.

Ég hef farið þónokkrum sinnum á Stöðina, gefa henni séns, stutt að fara í hádeginu og svona. Segjum að ég hafi farið svona 10 sinnum. Af þessum 10 skiptum hef ég farið án þess að versla í 7 skipti. Ástæðan einföld, það er aldrei til hráefni í neitt annað en hamborgara.
Skalli var með stóran og góðan matseðil, og aldrei lenti ég í þessu með þá.
Stöðin minnkaði matseðilinn um 2/3, og getur ekki einusinni viðhaldið honum. Það kom fyrir stuttu eftir opnun að það var ekki til pepparoni hjá þeim í 2 vikur samfleitt.
Svo svona af og til þá er ekki til pepparoni, pizzudeig, panini brauð, og allt annað sem þau selja fyrir utan gos.
Og núna í hádeginu, þá voru ekki til pizzur.

Anyway, það var samt ekki umræðuefnið, heldur rak ég augun í þessu frábæru hamborgaratilboð.
Beikonborgaratilboðið er sérstaklega hugsað til þess að reyna að græða auka pening á þeim sem skoða ekki matseðilinn nógu vel.

Beikonborgarinn = stöðvaborgari+tómatar+beikon+laukur+súrar gúrkur.

OK, tökum þetta saman:
Stöðvarborgari(tilboð með frönskum og gosi): 949kr
Tómatar: 79kr
Beikon: 149kr
Laukur & Súrar gúrkur: Frítt
949+79+149 = 1177kr

Beikonborgari(tilboð með frönsum og gosi): 1249kr

Semsagt, ef að ég fer og panta “eitt stöðvaborgaratilboð, en geturu bætt við tómötum, beikoni, lauk og súrum gúrkum) þá borga ég 1177kr
En ef að ég fer og panta “eitt beikonborgaratilboð” þá borga ég 1249kr
En í báðum tilfellum fæ ég nákvæmlega það sama.

Er þetta viljandi gert?